Trúðu mér
Sönn saga af játningamorðingjanum Henry Lee Lucas
Trúðu mér er áhrifamikil frásögn af einu undarlegasta og hryllilegasta glæpamáli í sögu Bandaríkjanna. Sumarið 1983 var Henry Lee Lucas handtekinn fyrir óleyfilega byssueign. Lögreglan grunaði hann um aðild að hvarfi tveggja kvenna og notaði tækifærið til að þjarma að honum. Í kjölfarið játaði hann að hafa myrt, nauðgað og limlest hundruð kvenna.
Sagði hann satt? Lögreglunnar beið erfitt verk að sannreyna frásagnir hans.
Rétt eins og í fyrri bókum skrifar Ryan Green á kraftmikinn og lifandi hátt eins og í bestu spennusögu.
„Ryan Green er ótrúlegur sagnamaður ... hann segir ekki aðeins söguna eins og hún gerðist heldur gerir lesandann nánast að þátttakanda í henni.“ – Blackbird
* * * * * „Ég get ekki beðið eftir að lesa meira eftir þennan höfund.“ – amazon.com