Vinkonur Youtuber í einn dag

Forsíða bókarinnar

Bekkurinn ætlar að taka þátt í keppninni Youtuber í einn dag og þótt Amöndu finnist hugmyndin heimskuleg fær myndbandið hennar um umhverfisvernd flest áhorf. Í fyrsta skipti upplifir hún að vera vinsæl!

Bekkurinn ætlar að taka þátt í keppninni Youtuber í einn dag og þótt Amöndu finnist hugmyndin heimskuleg fær myndbandið hennar um umhverfisvernd flest áhorf. Í fyrsta skipti upplifir hún að vera vinsæl!

En svo kemst Amanda að því að Jósefína hefur kjaftað frá því hverjum Amanda er hrifin af. Gerði hún það af því að hún er öfundsjúk? Amanda er alls ekki ánægð með að vera miðpunktur athyglinnar en hún getur ekki heldur bara fyrirgefið Jósefínu. Hversu langt er hún tilbúin að ganga til að halda vinkonu sinni? Youtuber í einn dag er þriðja bókin í seríunni Vinkonur sem fjallar um vináttu, leyndarmál, ást og lygar – og um að uppgötva að þótt maður sé nógu gamall til að gera breytingar á lífi sínu fara hlutirnir ekki alltaf eins og til stóð …

Emma

Emma er hætt að vera stillta stelpan. Þorir hún að segja satt þegar á reynir?

Jósefína

Allar stelpurnar vilja vera vinkonur Jósefínu. Þýðir það líka að þær kunni vel við hana?

Amanda

Amanda hefur alla sína skólagöngu séð um sig sjálf. Er kannski kominn tími til að hún eignist vinkonu – ef hún getur?