Við tölum ekki um þetta
Hér vefur Alejandro kyrrlátan og rafmagnaðan þráð svo úr verður saga sem rekur erfiðar bernskuminningar, einstakt samband hans við móður sína, skugga ósýnilegs föður og óheft ímyndunaraflið. Þetta er einlægur vitnisburður manns sem valdi að lifa - þökk sé ástríðu hans fyrir að skrifa sögur. Af blaðsíðunum stafar blíðu og kímni, trega og ást.