Höfundur: Sigrún Á. Eiríksdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ást Alejandro Palomas Drápa „24 tímar, brúðkaup, fjölskylda, allt er í stakasta lagi. Símtal og allt fer úrskeiðis. Lífið byrjar.“ Ást er tilfinningaþrungin og gáskafull saga sem fangar hug lesenda sinna.
Sonur minn Alejandro Palomas Drápa Á bakvið brosmilt yfirborðið leynist mjög viðkvæmur heimur, eins og völundarhús sem geymir leyndardóm sem þarf að leysa. Þrautin inniheldur föður í kreppu, fjarverandi móður, forvitinn kennara, besta vininn og sálfræðing sem reynir að púsla saman vísbendingum – um einhvern sem er í stórhættu. Sonur minn er einstaklega vell skrifuð saga s...
Vindurinn veit hvað ég heiti Isabel Allende Forlagið - Mál og menning Samuel var bjargað frá útrýmingarbúðum nasista og komið í vist á Englandi, Leticia flúði fjöldamorð í El Salvador og Anita var tekin af móður sinni í flóttamannabúðum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Mörgum árum síðar liggja leiðir þeirra þriggja saman. Áhrifamikil saga um ofbeldi og ást, rótleysi og von.
Violeta Isabel Allende Forlagið - Mál og menning Violeta fæðist í Chile árið 1920 og allt sitt líf berst hún fyrir sjálfstæði sínu. Örlög hennar mótast af byltingum, kúgun, frelsisbaráttu og ekki síst baráttu kvenna gegn ofbeldi. Margbrotin og ómótstæðileg skáldsaga, byggð á sögu móður Isabel Allende, um ríkidæmi og fátækt, djúpan harm og óbilandi ást.
Yfir höfin Isabel Allende Forlagið - Mál og menning Þegar fasistar ná völdum á Spáni árið 1939 neyðast þúsundir til að flýja land. Meðal þeirra eru ungi herlæknirinn Víctor og Roser, barnshafandi ekkja bróður hans. Til þess að komast af ganga þau í hjónaband sem hvorugt þeirra óskar sér og hefja nýtt líf í Chile. Aðdáendur Isabel Allende verða ekki sviknir af þessari hjartnæmu frásögn.
Þegar við hættum að skilja heiminn Benjamín Labatut Benedikt bókaútgáfa Hér segir frá nokkrum af snjöllustu vísindamönnum 20. aldar, lífi þeirra, þráhyggju, hugarórum og rannsóknum, ásamt ófyrirséðum afleiðingum uppgötvana þeirra. Skammtafræðin og óvissulögmál Heisenbergs umturnuðu heimsmyndinni og opnuðu dyr að svo örum tæknilegum breytingum að við erum hætt að skilja heiminn.