Sögur úr norrænni goðafræði
Sögur úr norrænni goðafræði segir hetjusögur af fræknum köppum og goðum sem fylgt hafa íslensku þjóðinni í meira en þúsund ár. Í þessari eigulegu bók má lesa bráðskemmtilegar endursagnir á nokkrum af helstu goðsögum norrænna manna eins og við þekkjum þær úr eddukvæðum og Snorra-Eddu.