Gæludýr
Bók sem þú snertir og skynjar
Í þessari bók kynnist þú tíu gæludýrum. Skoðaðu dýrin og klappaðu þeim með því að snerta efnið á hverri síðu.
Bók sem þú snertir og skynjar
Í þessari bók kynnist þú tíu gæludýrum. Skoðaðu dýrin og klappaðu þeim með því að snerta efnið á hverri síðu.
Hljóð í tíu sjávardýrum
Dýfðu þér ofan í fallegan töfraheim hafsins og skoðaðu höfrunga sem stökkva og krabba sem veifa. Ýttu á takkana til að heyra hljóðin í dýrunum. Fallegar myndir af sjávardýrum og skemmtilegur fróðleikur um falleg dýr á hverri blaðsíðu.
Bók sem er í laginu eins og bíll. Skemmtileg leið til að efla áhugann á að læra að telja. Litríkar myndir hjálpa börnum við að skoða hluti og læra orð. Hoppaðu með á talnarútuna!
Hljóð í tíu villtum dýrum
Opnaðu inn í villtar óbyggðir og skoðaðu kameldýr sem ferðast um í brennheitri eyðimörk og kóalabjörn sem tyggur lauf uppi í tré. Ýttu á takkana til að heyra hljóðin í þeim. Fallegar myndir af villtum dýrum og skemmtilegur fróðleikur á hverri blaðsíðu.
Sköpum nýjan heim með fingrunum. Smellum litum á fingurna og byrjum að mála! Örugg olía og skemmtilegar myndir.
Bók sem þú snertir og skynjar
Í þessari bók kynnist þú tíu villtum dýrum. Skoðaðu dýrin og klappaðu þeim með því að snerta efnið á hverri síðu.
Hvað gera dýrin áður en þau bjóða góða nótt? Hjúfraðu þig upp að smáfólkinu þínu og svífið saman inn í draumaheima með dýrunum undir stjörnuprýddum himni.
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Fagurt galaði fuglinn sá | Helgi Jónsson og Anna Margrét Marinósdóttir | Sögur útgáfa | Dásamleg fuglabók með hljóðum sem á sér engan líka. Fuglar heimsins eru falleg og forvitnileg dýr. Þeir fljúga frjálsir um loftin blá og hver og einn syngur með sínu nefi. Í þessari bók kynnist þú fuglum af ýmsum tegundum og meira að segja hvers konar hljóð þeir gefa frá sér. Þú smellir á takkann, hlustar á hið fagra fuglagal og kvakar með. |
| Íslensku dýrin okkar | Anna Margrét Marinósdóttir og Helgi Jónsson | Sögur útgáfa | Dýrin tala. Þau brosa og hlæja, hrína, hneggja, gelta og gala og eru stundum með stæla! Í þessari bráðskemmtilegu bók kynnist þú íslensku húsdýrunum og forvitnilegum fuglum og sjávardýrum sem lifa í náttúrunni við landið okkar. Og þú færð meira að segja að heyra hvernig hljóð þau gefa frá sér. |
| Valli litli rostungur – ævintýri byggt á sannri sögu | Helgi Jónsson, Edda Elísabet Magnúsdóttir og Anna Margrét Marinósdóttir | Sögur útgáfa | Dag einn birtist óvænt lítill rostungur á bryggju í bæ við strendur Íslands. Þetta er hann Valli litli sem er svangur eftir langt ferðalag. Það er ekki auðvelt að vera sex ára áttavilltur rostungur sem hefur týnt mömmu sinni. Skyldi hún enn vera á lífi? Lestu og hlustaðu á hljóð sjávardýranna. Þú getur líka hlustað á Jóhann Sigurðarson lesa söguna. |