Niðurstöður

  • Árni Daníel Júlíusson

Saga Keflavíkur 1949–1994

Saga Keflavíkur á árunum 1949 til 1994 er ólík sögu annarra sveitarfélaga á Íslandi á sama tímabili. Nálægð bæjarins við herstöðina og samskipti við bandaríska herinn settu mark sitt á þróun bæjarins sem og stækkun flugstöðvarinnar. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda sem bregða lifandi ljósi á liðna tíð.

Þórir Baldvins­son arkitekt

Þórir Baldvinsson (1901-1986) arkitekt var í senn framúrstefnumaður í anda funksjónalisma og baráttumaður fyrir bættum húsakosti til sveita. Hann veitti Teiknistofu landbúnaðarins forstöðu á árunum 1938-1969. Í þessari bók er yfirlit verka Þóris ásamt greinum um líf hans og starf. Úlfur Kolka sá um hönnun.