Höfundur: David Walliams

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Herra Fnykur David Walliams Bókafélagið Líkast til er engin stelpa eins einmana og Lóa. En svo hittir hún herra Fnyk, flakkarann í bænum. Já, það er svolítil ólykt af honum – en hann er sá eini sem hefur nokkru sinni verið góður við hana. Og þegar herra Fnyk vantar stað til að vera á ákveður Lóa að fela hann í garðskúrnum heima hjá sér. Frábær bók eftir þennan vinsæla höfund.
Kynjadýr í Buckinghamhöll David Walliams Bókafélagið Alfreð prins, lasburða tólf ára drengur, hefur aldrei kynnst lífinu utan Buckinghamhallar. Ill öfl eru að verki og hann verður að berjast við konung kynjadýranna – sjálfan grýfoninn. Hér er David Walliams í essinu sínu. Þessi bók tróndi lengi í efsta sæti bóksölulista í Bretlandi.
Verstu foreldrar í heimi David Walliams Bókafélagið Enn ein snilldar bókin eftir David Walliams. Þú þekkir VERSTU BÖRN Í HEIMI og þú þekkir líka VERSTU KENNARA Í HEIMI. Þú átt eftir að hlæja tryllingslega að VERSTU FORELDRUM Í HEIMI. Þessar VERSTU Í HEIMI-bækur henta sérlega vel þeim sem eru byrjaðir að lesa sér til ánægju.