| Atli eignast gæludýr |
Birgitta Haukdal |
Forlagið - Vaka-Helgafell |
Mamma og pabbi Atla eru búin að samþykkja að fá gæludýr á heimilið. Atli hleypur spenntur til Láru að segja fréttirnar en hann segir henni ekki alveg strax hvaða dýr varð fyrir valinu. Sögurnar um Láru, Ljónsa og Atla eru litríkar og fallegar bækur sem krakkar hrífast af. |
| Bakað með Láru og Ljónsa |
Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal |
Forlagið - Vaka-Helgafell |
Lára og Ljónsi elska að hjálpa til í eldhúsinu og skemmtilegast af öllu er auðvitað að prófa sig áfram við bakstur. Hér eru fjölmargar ljúffengar uppskriftir eftir Sylvíu Haukdal bakara sem henta krökkum á öllum aldri, bæði fyrir hátíðleg tækifæri og hversdaginn. Bókina prýða fallegar ljósmyndir auk fjölmargra litríkra teikninga af Láru og Ljónsa. |
| Hrekkjavaka með Láru |
Birgitta Haukdal |
Forlagið - Vaka-Helgafell |
Lára ætlar að ganga í hús á hrekkjavökunni með vinum sínum og gera grikk eða fá gott. En fyrst þarf að föndra flottan búning! Þurfa allir krakkar nokkuð að vera í hræðilegum búningi á hrekkjavöku? Hversdagssögur Birgittu Haukdal um Láru og bangsann Ljónsa hafa verið metsölubækur í fjölda ára og vinsæl leiksýning verið gerð eftir þeim. |
| Lára fer á fótboltamót |
Birgitta Haukdal |
Forlagið - Vaka-Helgafell |
Lára er farin að æfa fótbolta með vinkonum sínum og liðið þeirra fer á fótboltamót. Það er svolítið stressandi en líka ægilega mikið fjör! Hversdagssögur Birgittu Haukdal um Láru og bangsann Ljónsa hafa verið metsölubækur í fjölda ára og vinsæl leiksýning verið gerð eftir þeim. |
| Lára fer á jólaball |
Birgitta Haukdal |
Forlagið - Vaka-Helgafell |
Það er gaman á aðventunni, að eiga notalegar stundir með fjölskyldunni við jólaundirbúning, en það er líka svolítil spenna í loftinu. Atli og Lára fara saman á jólaball. Þangað mætir góður gestur. Hversdagssögur Birgittu Haukdal um Láru og bangsann Ljónsa hafa verið metsölubækur í fjölda ára og vinsæl leiksýning verið gerð eftir þeim. |
| Lára fer í útilegu |
Birgitta Haukdal |
Forlagið - Vaka-Helgafell |
Fjölskylda Láru er á leið í útilegu og Lára fær að bjóða Atla vini sínum með. Á tjaldstæðinu hitta þau hóp af skemmtilegum krökkum og fara í æsilegt vatnsstríð. Þegar kvölda tekur er notalegt að hjúfra sig undir teppi við varðeldinn. Sögur Birgittu Haukdal um Láru og bangsann Ljónsa eru litríkar og fallegar bækur sem krakkar hrífast af. |
| Lára missir tönn |
Birgitta Haukdal |
Forlagið - Vaka-Helgafell |
Lára hlakkar alltaf til að fara á fimleikaæfingu. Það er svo skemmtilegt að hoppa á trampólíninu og gera ýmsar æfingar. En í dag á Lára erfitt með að einbeita sér því hún er með lausa tönn. Sögur Birgittu Haukdal um Láru og bangsann Ljónsa eru litríkar og fallegar bækur sem krakkar hrífast af. |
| Syngdu vögguvísur með Láru og Ljónsa |
Birgitta Haukdal |
Forlagið - Vaka-Helgafell |
Undurfalleg bók með tónspilara sem inniheldur uppáhalds vögguvísur Láru og Ljónsa, sungnar af Birgittu Haukdal. Bókin er skreytt litríkum og töfrandi myndum af Láru og Ljónsa í framandi ævintýraveröld. Börnin svífa inn í draumalandið þar sem allt getur gerst og ímyndunaraflið ræður för. |