Höfundur: Elín Elísabet Jóhannsdóttir

Jólahreingerning englanna

Englarnir Trú, Von og Kærleikur eru í vinnu hjá Guði. Verkefni þeirra er að taka til í veröldinni fyrir jólin. Með englaaugunum sínum sjá þeir af hverju mannlífið er ekki alltaf friðsælt og gott. Á vegi þeirra verða ýmsar furðuverur. Á augabragði hreinsa þeir til í veröldinni svo allir geti átt friðsæl og gleðileg jól. Fyrir allan aldur.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Gott ráð, Engilráð! Elín Elísabet Jóhannsdóttir Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið Hvað er sterkara en vöðvar og ofurkraftar allra ofurhetjanna í heiminum samanlagt? Hvernig í veröldinni er hægt að virkja slíkan kraft? Og geta venjuleg börn fengið hann? Dag nokkurn fengu nokkur börn óvenjulegar gjafir í skóinn. Gjafirnar áttu eftir að breyta lífi þeirra. Hér er á ferðinni falleg jólasaga um vináttu og kærleika.