Höfundur: Búi Kristjánsson

Jólahreingerning englanna

Englarnir Trú, Von og Kærleikur eru í vinnu hjá Guði. Verkefni þeirra er að taka til í veröldinni fyrir jólin. Með englaaugunum sínum sjá þeir af hverju mannlífið er ekki alltaf friðsælt og gott. Á vegi þeirra verða ýmsar furðuverur. Á augabragði hreinsa þeir til í veröldinni svo allir geti átt friðsæl og gleðileg jól. Fyrir allan aldur.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Jólasveinarnir Iðunn Steinsdóttir Salka Hér er loks komin endurútgefin bráðskemmtileg bók Iðunnar Steinsdóttur um jólasveinana þrettán. Þegar jólin nálgast fara skrýtnir náungar á kreik, þeir klöngrast ofan úr fjöllum og stefna í átt til byggða með sitt síða skegg og úttroðna poka á baki. Hvaða karlar eru með þetta og hvað skyldi vera í pokunum þeirra?