Höfundur: Elly Griffiths

Dr. Ruth Galloway 2 Janusarsteinninn

Önnur bókin í metsöluflokki um fornleifafræðinginn dr. Ruth Galloway sem aðstoðar lögregluna í Norfolk á Englandi við rannsóknir glæpamála. Gömul barnsbeinagrind finnst undir þröskuldi á gömlu glæsihýsi sem verið er að rífa. Er hugsanlega um að ræða fórn tengda gömlum helgisiðum? Ómótstæðileg blanda af ráðgátum, húmor og spennu.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Mýrarstúlkan Elly Griffiths Forlagið - Vaka-Helgafell Ruth Galloway er fornleifafræðingur sem býr á afskekktum stað ásamt köttunum sínum. Þegar barnsbein finnast er þörf á sérfræðiþekkingu hennar. Málið er flókið og smám saman dregst Ruth inn í hættulega atburðarás.