Almanak Háskóla Íslands 2026
Í almanaki 2026 er grein um uppruna frumefnanna. Í annarri grein er fjallað um flökkureikistjörnur, en það eru reikistjörnur sem ekki ganga um neina sólstjörnu. Þá er stuttur pistill um dvergreikistjörnur í okkar sólkerfi, en þær eru nú níu talsins. Pistill um almyrkva á sólu 12. ágúst sem mun sjást um allt landið vestanvert.