Höfundur: Halldór Baldursson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Andlit á glugga Úrval íslenskra þjóðsagna með skýringum Forlagið - Mál og menning Safn íslenskra þjóðsagna og ævintýra með nútímastafsetningu og ítarlegum orðskýringum. Í bókinni eru um 60 sögur þar sem lýst er ástum og grimmum örlögum, heimsku og útsjónarsemi, hugrekki og hryllingi.
Obbuló í Kósímó Duddurnar Kristín Helga Gunnarsdóttir Bjartur Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Er hægt að hætta með duddu? Getur afi hætt að drekka kaffi? Mega börn vera aleinn heima á kvöldin? Þessum spurningum og öðrum er svarað í bókinni.
Hvað nú? Myndasaga um menntun Halldór Baldursson Bjartur Halldór Baldursson, einn snjallasti teiknari landsins og þjóðkunnur fyrir skopmyndir sínar í Fréttablaðinu, lauk meistaranámi í listkennslufræðum í vor. Lokaritgerð hans er ein sú alskemmtilegasta því þar fer Halldór í myndasöguformi yfir skólagöngu sína og menntun og skoðar hvernig myndasagan getur nýst við að koma þekkingu og fróðleik á framfæri.
Meira pönk – meiri hamingja Gerður Kristný Forlagið - Mál og menning Hér er komið sjálfstætt framhald af Iðunni og afa pönk sem gladdi bæði pönkara og aðra lesendur upp í hanakamba. Nú er komin verslunarmannahelgi og vinkonurnar Iðunn og María Sara ákveða að halda sína eigin útihátíð. En óheppnin eltir þær á röndum svo mamma neyðist loks til að skerast í leikinn. Fyndin og fjörug saga sem endalaust kemur...
Obbuló í Kósímó Snyrtistofan Kristín Helga Gunnarsdóttir Bjartur Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Þar búa líka mamma, pabbi og Bessi besti bróðir. Hann á Þrjá pabba, sem er mjög ósanngjarnt. Obbuló á bara einn.
Spæjarahundurinn Guðjón Ingi Eiríksson Bókaútgáfan Hólar Hvað eftir annað hefur Spæjarahundurinn aðstoðað lögregluna víða um heim við að leysa hin erfiðustu mál og koma þjófum og bófum á bak við lás og slá. Hann hefur oft komist í hann krappann en þó aldrei eins og nú. Hann þarf á öllu sínu að taka - og jafnvel meiru til - ef ekki á illa að fara. Ævintýrið um Spæjarahundinn er bæði skemmtilegt og spen...