Höfundur: Haraldur Ari Stefánsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Andnauð Jón Atli Jónasson Storytel Árið 1990 leggur lögreglumaðurinn Kristján allt undir til að komast til botns í röð kynferðisbrota. Þrjátíu árum síðar finnst maður nær dauða en lífi í íbúð í Hafnarfirði. Munir í íbúðinni flækja mál lögreglukonunnar Láru. Við tekur æsispennandi kapphlaup við tímann þar sem Lára getur ekki treyst neinum, síst af öllu sjálfri sér.
Hundrað óhöpp Hemingways Lilja Sigurðardóttir Storytel Glæpasagnadrottningin Lilja Sigurðardóttir fetar hér nýjar slóðir og leiðir hlustendur í gegnum ævi rithöfundarins Ernests Hemingways, allt frá æsku hans sem lítil stúlka til harmrænna endaloka hans. Örn Árnason túlkar Hemingway af sinni alkunnu snilld, og á leiðinni er staldrað við fjölmörg ævintýraleg óhöpp skáldsins.
Skerið Áslaug Torfadóttir og Ragnar Egilsson Storytel Ási vaknar einn og yfirgefinn á hótelherbergi á Tene eftir fyllerí. Hann er rólegur í fyrstu en gamanið er fljótt að kárna. Pési vinur hans er horfinn og Ási er fastur á eyjunni, sem á sér dularfulla fortíð. Fljótt kemst hann að því að hann er í mikilli hættu. Skerið er hljóðsería í sex hlutum þar sem hljóðbókarformið er tekið á næsta stig.
Skuggabrúin Ingi Markússon Storytel Í fjarlægri framtíð, á ísilagðri jörð, hafa allar stjörnurnar slokknað nema ein; án hennar væri vetrarmyrkrið algert. Þegar síðasta stjarnan hverfur verða Dimmbrá og Hnikar viðskila og hrekjast um heimskautið. Ekki er allt sem sýnist og myrkrið grúfir yfir. Hvað varð um stjörnuna, hvernig tengist hún skuggabrúnni — verður hægt að afstýra almyrkva?