Höfundur: Heine Bakkeid

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Hittumst í paradís Heine Bakkeid Ugla Lögregluforinginn Thorkild Aske er ráðinn til starfa hjá glæpasagnahöfundinum Millu Lind. Hún segist vinna að nýrri glæpasögu sem byggist á raunverulegum atburðum þegar tvær stúlkur hurfu með dularfullum hætti af munaðarleysingjahæli. Thorkild verður fljótlega ljóst að ekki er allt sem sýnist, enda var forveri hans í starfinu hjá Millu Lind myrt...
Refsiengill Heine Bakkeid Ugla Thorkild Aske snýr aftur til Stafangurs eftir að lík lögreglumannsins Simons Bergeland finnst þar grafið í fjöru. Hann á ekki góðar minningar frá Stafangri. Þar fór líf hans fjandans til og hann missti vinnuna.
Við skulum ekki vaka Heine Bakkeid Ugla Thorkild Aske heldur með systur sinni til Íslands að heimsækja aldraðan föður þeirra, Úlf, sem glímir við krabbamein. Úlfur er mikill umhverfissinni og á að baki litríka ævi í endalausu stríði við íslensk stjórnvöld. Á Íslandi sogast Thorkild inn í morðmál sem tengjast umhverfisvernd og virkjanaframkvæmdum – og æsilegir leikar berast um landið.