Höfundur: Jón Kalman Stefánsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Djöflarnir taka á sig náðir Og vakna sem guðir Jón Kalman Stefánsson Benedikt bókaútgáfa Loksins, eftir áratuga bið, kemur ný ljóðabók eftir einn þekktasta og vinsælasta verðlaunahöfund samtímans. Á síðastliðnu ári komu út í einni bók þrjár eldri ljóðabækur Jóns Kalman sem er þekktari fyrir skáldsögur sínar, m.a. verðlaunabókina Sumarljós, og svo kemur nóttin (2005), Vestfjarðaþríleikinn, og nú síðast Fjarvera þín er myrkur (2021).
Fjarvera þín er myrkur Jón Kalman Stefánsson Benedikt bókaútgáfa Er það ábyrgð eða hugleysi að sætta sig við örlög sín? Hér tvinnast saman yfir staði og tíma, kynslóð fram af kynslóð, líf sem kannski eru jafn tíðindalítil og girðingarstaurar en halda þó öllu uppi. Kornabarn sem rétt er yfir eldhúsborð, löngu dáið þýskt skáld og döpur rokkstjarna. Sum bros geta breytt heimum og sum líf kvikna eingöngu vegna þe...
Georg Guðni / Berangur Jón Kalman Stefánsson og Einar Garibaldi Eiríksson Listasafn Íslands Vegleg útgáfa vegna sýningarinnar Georg Guðni / Berangur. Falleg útgáfa um íslenska myndlist sem listunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara!
Guli kafbáturinn Jón Kalman Stefánsson Benedikt bókaútgáfa Miðaldra rithöfundur staddur í almenningsgarði í London á brýnt erindi við Paul McCartney sem situr þar undir tré. Fortíðin sækir á hann í líki gamals Trabants þar sem sitja m.a. faðir hans og Guð með vodkaflösku, mamma hans og heill kirkjugarður af dánu fólki. Skáldsaga um listina, dauðann og þó miklu frekar um lífið, ímyndunaraflið og Bítlana.
Snarkið í stjörnunum Jón Kalman Stefánsson Benedikt bókaútgáfa Ættarsaga og blíðleg minningabók sjö ára drengs í Reykjavík um 1970. Við fylgjumst með lífi hans í kjölfar móðurmissis, samskiptum við föður og vini og hrekkjusvín og þöglu stjúpuna sem birtist einn dag. Saman við söguna tvinnast brot úr lífi ólíkra kynslóða í gleði og sorg. Saga um ástina í ýmsum myndum. Fimmta skáldsaga höfundar, frá árinu 2003.
Ýmislegt um risafurur og tímann Jón Kalman Stefánsson Benedikt bókaútgáfa Sögumaður rifjar upp viðburðaríka sumardvöl í Noregi þegar hann var 10 ára. Drengurinn lifir í frjóum hugarheimi, draumar og persónulýsingar einkennast af barnslega auðugu ímyndunarafli. Hann leikur við vini sína og Tarzan og Léttfeta, enska og þýska tindáta. Og Bítlarnir koma inn í líf hans. Fjórða skáldsaga höfundar, frá árinu 2001.