Niðurstöður

  • Julia Donaldson

Greppibarnið

Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn. En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni. Börn á öllum aldri fagna endurútgáfu Greppibarnsins, sérstaklega þau sem bæði eru hugdjörf og heimakær.

Greppikló

Greppikló er ógurleg skepna með geiflugóm og gríðarlegar tær með klóm, og hún slafrar í sig slöngum, refum og uglum sem á vegi hennar verða. Eða það segir litla músin að minnsta kosti við dýrin sem hún hittir í skóginum. Bókin Greppikló hefur notið gífurlegra vinsælda hjá ungum lesendum um árabil, sérstaklega þeim sem óttast hið ókunna.

Öll í hóp á einum sóp

Gullfalleg bók í bundnu máli eftir höfunda Greppiklóar og Greppibarnsins. Norn og köttur fljúga saman á töfrasóp um loftin blá – og þar er nóg pláss fyrir fleiri dýr sem vilja vera með. En þegar glorhungraður dreki birtist skyndilega grípa nornin og vinir hennar til sinna ráða.