Höfundur: Lone Theils

Hinir ósýnilegu

Í fríi í Danmörku hittir blaðamaðurinn Nora Sand þekktan lögmann sem hún hefur lengi viljað taka viðtal við. Daginn eftir finnst maðurinn myrtur. Þegar Nora fer að grafast fyrir um ástæður morðsins kemur í ljós að lögmaðurinn stýrði rannsókn á víðtæku barnaníðsmáli í Bretlandi þar sem grunur leikur á að háttsett fólk hafi komið við sögu.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Nornadrengurinn 3. bókin um Noru Sand Lone Theils Ugla Lík finnst í kirkjugarði í London. Það er af nígerískum prófessor sem hafði verið myrtur með dýrslegum hætti. Skömmu áður hafði hann átt fund með Noru Lind, dönskum fréttaritara í London. Nora er sannfærð um að morðið tengist frægu skilnaðarmáli danskrar raunveruleikastjörnu og rússnesks auðmanns sem berjast um forræði yfir syni þeirra.
Þagnarbindindi Lone Theils Ugla Blaðamaðurinn Nora Sand er komin til Tælands. Þar ætlar hún að æfa kickbox og fá smá hvíld frá vandamálunum heima fyrir. En þá hefur ritstjórinn hennar samband og vill senda hana til smábæjar á Englandi þar sem lögreglumaður hefur verið hálshöggvinn á hrottafenginn hátt. Myndbandsupptaka hefur verið birt á netinu og fólk er skelfingu lostið.