Lokar augum blám
Kajakræðarar hverfa sporlaust vestur í Dýrafirði og lögregluteymið Ragna og Bergur eru sett í málið. Á sama tíma vinnur par frá Reykjavík að endurbótum á gömlu húsi á Flateyri sem reynist eiga sér nöturlega sögu. Sjálfstætt framhald af Í djúpinu. Vestfjarðaglæpasaga í klassískum anda sem fær hárin til að rísa.