Óhugsandi líf
Ekkjan Grace Winters erfir óvænt hús á Ibiza eftir konu sem hún þekkti lauslega fyrir löngu síðan. Forvitnin verður skynseminni yfirsterkari og hún leggur land undir fót til að komast að því hver örlög kunningjakonu hennar urðu. Til að skilja sannleikann þarf hún að horfast í augu við fortíð sína og viðurkenna töfrana.