Höfundur: Arnar Matthíasson

Týndi systirin

Sjöunda bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

Sjöunda bókin í einum vinsælasta bókaflokki heims. D’Apliése-systrunum sex hefur tekist að uppgötva leyndarmál uppruna síns en sjöunda systirin er enn ófundin. Leitin að henni leiðir þær víða um heim. Þær uppgötva sögu ástar, styrks og fórna sem hófst næstum 100 árum áður, þegar aðrar hugrakkar konur lögðu allt undir til að breyta heiminum.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Mánasystirin Fimmta bókin í bókaflokknum um systurnar sjö Lucinda Riley Benedikt bókaútgáfa Eftir dauða Pa Salt, milljarðamæringsins sem ættleiddi sex dætur allsstaðar að úr heiminum, lætur ein þeirra, Tiggy D’Aplièse, innsæið ráða og flytur á afskekktan stað í skosku hálöndunum til að hugsa um villt dýr á landareign héraðshöfðingjans fjallmyndarlega Charlie Kinnaird sem er í óhamingjusömu hjónabandi og á í baráttu um landareignina.
Það síðasta sem hann sagði mér Laura Dave Benedikt bókaútgáfa Hannah Hall rennismiður flytur þvert yfir Bandaríkin til að giftast Owen, einstæðum föður sem hverfur skyndilega og skilur hana eftir með stjúpdóttur sem er henni ekki sérlega vinveitt. Einu skilaboðin frá Owen eru „Verndaðu hana“. Verðlaunin Goodreads Choice 2021, valin af bókaklúbbi Reese Witherspoon og hefur selst í meira en 2.000.000 eintaka.