Höfundur: Ólafur Arnarson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ritröð Faber & Pedersen Kaldaslóð Fyrsta bók Kim Faber og Janni Pedersen Kver bókaútgáfa Fyrsta bókin í bókaflokki um Juncker, reyndan lögreglumann, sem rannsakar stórbrotið morðmál. Karlmaður er myrtur og eiginkona hans horfin. Fyrrverandi félagi Junckers, Signe Kristiansen, rannsakar mannskæða sprengingu á jólamarkaði í Kaupmannahöfn. Slóðin er köld en svo berst óvænt ábending. Æsispennandi til síðustu blaðsíðu.
Ritröð Faber & Pedersen Meinsemd Önnur bók Kim Faber og Janni Pedersen Kver bókaútgáfa Sjálfstætt framhald Kölduslóðar. Juncker og Signe rannsaka morð. Charlotte eiginkona hans, blaðamaður, rannsakar hvort hægt hefði verið að afstýra hryðjuverkaárásinni hálfu ári fyrr. Signe aðstoðar hana. Tengsl virðast vera milli hryðjuverksins og óhugnanlegs morðs. Bók sem ekki er hægt að leggja frá sér.