Útgefandi: Krummi bókaútgáfa

Einleikur

Axel Steen er orðinn yfirmaður öryggismála hjá alþjóðlegum fjárfestingabanka. Hann undirbýr sumarfrí með eiginkonu sinni og dóttur þegar honum er falið að reka svo lítið beri á mann sem uppvís er að fjárdrætti og án þess að lögreglan verði kölluð til. Þá fer í gang atburðarás í heimi þar sem peningar drottna og þögnin er gulls ígildi.