Höfundur: Ragna Sigurðardóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Að hálfu horfin Brit Bennett Forlagið - Mál og menning Bandaríska metsölubókin Að hálfu horfin gerist á sjötta áratug 20. aldar og fjallar um tvíburasysturnar Stellu og Desirée sem eru af blönduðum uppruna. Þegar þær strjúka að heiman á táningsaldri tekur önnur systirin skrefið yfir í veröld hvíta fólksins og afneitar uppruna sínum. En örlög þeirra fléttast óvænt saman aftur með næstu kynslóð.
Ég heiti Selma Selma van de Perre Storytel Selma van de Perre var sautján ára gömul þegar seinni heimsstyrjöldin brast á árið 1941. Fram að því hafði hún átt áhyggjulausa æsku og unglingsár en í einu vetfangi breyttist allt, því að Selma og fjölskylda hennar voru gyðingar. Foreldrar Selmu og systir hennar voru send í vinnubúðir nasista en Selmu tókst að koma sér undan.
Grunur Ashley Audrain Forlagið - JPV útgáfa Þegar Blythe eignast dóttur er hún staðráðin í að veita henni alla þá ást sem hún fór sjálf á mis við. En í þreytuþokunni eftir fæðinguna sannfærist hún um að eitthvað sé afbrigðilegt við barnið. Eða er hún ímyndunarveik, geðveik? Taugatrekkjandi saga um martröð hverrar móður: að geta ekki elskað barnið sitt. Og um líðan konu sem enginn trúir.
Þetta rauða, það er ástin Ragna Sigurðardóttir Forlagið - Mál og menning Elsa ætlar að verða listamaður þótt fyrirmyndirnar séu fáar um miðja 20. öld. En það krefst fórna. Áhrifarík saga um unga konu sem berst fyrir því að láta drauma sína rætast en ber eftir það sár sem hún getur ekki rætt við nokkurn mann. Ragna hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir bækur sínar, nú síðast sagnasafnið Vetrargulrætur.