Höfundur: Sigrún Alda Sigfúsdóttir

Amelía og Óliver

Amelía og Óliver er fyrst og fremst hugljúf saga um vináttu og leikgleði. Að auki þjálfar hún orðaforða með orðum sem börn heyra síður í töluðu máli en eru mikilvæg þegar kemur að því að lesa sér til gagns. Systkinin Amelía og Óliver eru úti að leika og hitta tröll. Fyrst verða þau hrædd en sjá svo að tröllið vill bara leika.