Sálarhlekkir
Komið er að tímamótum í lífi Halldóru Hallbjargar Orradóttur þegar farið er að líða á ævikvöldið. Hún þarf að segja skilið við lífið sem hún þekkir og flytjast á hjúkrunarheimili með lítið annað með sér en dularfullt umslag. Nýr kafli hefst í lífi hennar en um leið rígheldur fortíðin í hana. Myrk leyndarmál, sem hlekkjað hafa sál hennar alla tíð fr