Höfundur: Þóra Másdóttir

Lesið með Lubba Lubbi og lömbin & Lubbi eignast vin

Tvær fallegar og litríkar léttlestrarbækur um Lubba eftir höfunda bókarinnar Lubbi finnur málbein. Lubbi lendir í ævintýrum og á hverri síðu eru hljóðin og táknrænar hreyfingar þeirra sýnd. Þannig verður lesturinn skemmtilegur og gagnlegur en táknrænu hreyfingarnar mynda brú á milli málhljóða og bókstafa.