Höfundur: Vera Illugadóttir

Dýrin

sem eru ægileg en líka hlægileg, fyndin og furðuleg, skondin og skemmtileg en fyrst og fremst forvitnileg!

Þau eru ægileg, hlægileg, furðuleg og forvitnileg! Dýrin, eftir feðginin Veru Illugadóttur og Illuga Jökulsson. Bók stútfull af myndum, fróðleik og skemmtilegum sögum af dýrunum. Bráðskemmtileg, illvíg og ófrýnileg. Baneitruð, krúttleg, örsmá og risastór. Útdauð, ómissandi, ótrúleg og sprenghlægileg!

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Tólf keisarar Gaius Suetonius Tranquillus Storytel Um árið 100 hóf Suetonius að skrifa sögu fyrstu keisara Rómaveldis. Í afar fjörugri og líflegri frásögn rekur hann afreksverk þeirra jafnt sem ótrúlega glæpi, samsæri, undirferli og yfirsjónir í rúminu í bland við orrustur, borðsiði og fjölskyldumál. Sería í 12 hlutum þar sem fjallað er um ótrúlega sögu keisaranna.