Höfundur: Viveca Sten

Daladrungi

Það er vetrarleyfistími í Åre og bærinn iðar af mannlífi. Dag einn finnst illa útleikið lík fyrir utan bæinn. Fórnarlambið, fullorðinn karlmaður sem þekktur var á árum áður sem mikill skíðakappi, virðist ekki eiga sér neina óvini. Lögregluteymið Hanna og Daniel rannsaka málið. Inn í það blandast trúarhópur við norsku landamærin.

Yfirbót

MORÐIN Í ÅRE Rétt fyrir páska finnst athafnakonan Charlotte Wretlind myrt á hrottalegan hátt í svítu sinni á fjallahóteli í Åre. Morðið vekur óhug á svæðinu. Fljótlega kemur í ljós að fórnarlambið hefur tengsl við frægt fjallahótel í Storlien, niðurnítt skíðasvæði sem einu sinni naut mikilla vinsælda.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Daladrungi Viveca Sten Ugla Það er vetrarleyfistími í Åre og bærinn iðar af mannlífi. Dag einn finnst illa útleikið lík fyrir utan bæinn. Fórnarlambið, fullorðinn karlmaður sem þekktur var á árum áður sem mikill skíðakappi, virðist ekki eiga sér neina óvini. Lögregluteymið Hanna og Daniel rannsaka málið. Inn í það blandast trúarhópur við norsku landamærin.
Hafsfólkið I-III Camilla Sten og Viveca Sten Ugla Þrjár bækur í pakka – Hyldýpið, Sæþokan og Maurildi. Æsispennandi þríleikur þar sem aðalsöguhetjan Tuva berst gegn illum öflum sem leynast undir yfirborði sjávar í sænska skerjagarðinum. Magnaðar ungmennabækur eftir sænsku mæðgurnar Camillu og Vivecu Sten sem fengið hafa frábærar viðtökur.
Helkuldi Viveca Sten Ugla Fyrsta bókin í nýrri glæpaseríu eftir Vivecu Sten, höfund hinna vinsælu Sandhamn-bóka. Frosið lík finnst í skíðalyftu í Åre. Ýmislegt bendir til morðs og jafnvel að fleiri morð séu í vændum. Stormur er í aðsigi og lögreglan má engan tíma missa við lausn morðgátunnar. Hve mörg verða fórnarlömbin áður en sannleikurinn lítur dagsins ljós?
Í leyndri gröf Viveca Sten Ugla Mannabein finnast á lítilli eyju norður af Sandhamn í sænslka skerjagarðinum. Grunsemdir vakna um að þetta séu líkamsleifar tveggja kvenna sem hurfu sporlaust fyrir tíu árum. Thomas Andersson tekur við rannsókn málsins og Nora Linde vill leggja sitt af mörkum. Þá reynir á samband æskuvinanna – og ekki síst þegar farið er að róta í gömlum leyndar...
Yfirbót Viveca Sten Ugla MORÐIN Í ÅRE Rétt fyrir páska finnst athafnakonan Charlotte Wretlind myrt á hrottalegan hátt í svítu sinni á fjallahóteli í Åre. Morðið vekur óhug á svæðinu. Fljótlega kemur í ljós að fórnarlambið hefur tengsl við frægt fjallahótel í Storlien, niðurnítt skíðasvæði sem einu sinni naut mikilla vinsælda.