Útgefandi: ars longa forlag

Sextet

Í Sextet heimsækir Sigurður Guðmundsson gömul verk (Tabúlarasa, Ósýnilega konan, Dýrin í Saigon og Musa) og horfir á þau frá nýju sjónarhorni. Lesandinn fær aðra sýn á verkin sem mynda nú nýja heild. Sextet er frumlegt skáldverk listamanns, gegnum lífið, ástina og listina.

Þrenna

ár og sprænur; hulda ráðgátan, litlu sögurnar í hálfa samhenginu og ranimosk

Bókin Þrenna samanstendur af bókunum Ár og sprænur; hulda ráðgátan, Ranimosk og Litlu sögurnar í hálfa samhenginu. Í bókunum má finna prósa í hugleiðingaformi sem hverfast um vangaveltur höfundar um málefni líðandi stundar, texta sem ekki urðu að sjálfstæðum bókum ásamt endurminningum sem dansa á línu raunveru­leika og skáldskapar.