Spæjarastofa Lalla og Maju
Dýraráðgátan
Ráðgátubækurnar henta vel fyrir krakka sem vilja æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. Það ríkir neyðarástand í gæludýrabúð Víkurbæjar. Dýrin eru óútskýranlega slöpp en spæjararnir og dýravinirnir Lalli og Maja trúa því varla að einhver sé að eitra fyrir þeim. Hér þarf að spæja undir hverjum steini! Ríkulega myndskreytt metsölubók.