Höfundur: Æsa Guðrún Bjarnadóttir

Spæjarastofa Lalla og Maju Dýraráðgátan

Ráðgátubækurnar henta vel fyrir krakka sem vilja æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. Það ríkir neyðarástand í gæludýrabúð Víkurbæjar. Dýrin eru óútskýranlega slöpp en spæjararnir og dýravinirnir Lalli og Maja trúa því varla að einhver sé að eitra fyrir þeim! Ríkulega myndskreytt metsölubók.

Risaeðlugengið Fjársjóðsleitin

Sölvi sagtanni finnur fjársjóðskort og fær Gróu gaddeðlu og Gauta grameðlu með sér í háskalega fjársjóðsleit þar sem dularfullur sjóræningi kemur við sögu. Bækurnar um Risaeðlugengið hafa slegið í gegn enda eru þær krúttlegar, fræðandi og fyndnar og henta ungu áhugafólki um risaeðlur og önnur forsöguleg dýr.

Spæjarastofa Lalla og Maju Fótboltaráðgátan

Hörkuspennandi fótboltaleikur Víkurbæjar og Sólbakka stendur sem hæst þegar verðlaunabikarinn hverfur skyndilega. Lögreglustjórinn er sveittur í markinu og á erfitt með að leysa gátuna. Það kemur því í hlut spæjaranna Lalla og Maju að leggja lævísar gildrur fyrir þau grunuðu! Skemmtileg saga með bráðfyndnum litmyndum á hverri opnu.

Spæjarastofa Lalla og Maju Lærðu að reikna

Fjörlegar þrautabækur fyrir fróðleiksfúsa 5–7 ára krakka sem vilja æfa sig að skrifa tölurnar og taka fyrstu skrefin í reikningi með aðstoð Lalla og Maju, spæjaranna frægu úr Ráðgátubókunum. Leystu þrautirnar, teiknaðu, litaðu og límdu límmiða. Bækurnar henta sérlega vel í aftursæti, á stofugólf, eldhúsborð og undir sæng.

Spæjarastofa Lalla og Maju Lærðu að skrifa

Fjörlegar þrautabækur fyrir fróðleiksfúsa 5–7 ára krakka sem vilja æfa sig að skrifa stafina og stafsetja einföld orð með aðstoð Lalla og Maju, spæjaranna frægu úr Ráðgátubókunum. Leystu þrautirnar, teiknaðu, litaðu og límdu límmiða. Bækurnar henta sérlega vel í aftursæti, á stofugólf, eldhúsborð og undir sæng.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Risaeðlugengið Ferðalagið Lars Mæhle Forlagið - Mál og menning Sölvi sagtanni fær Gauta grameðlu með sér í ævintýralegt ferðalag yfir fjöllin háu í norðri og Nanna nashyrningseðla slæst með í för – sem betur fer! Krúttleg, fræðandi og fyndin saga fyrir yngsta áhugafólkið um risaeðlur og önnur forsöguleg dýr.