Jólabókaormurinn
Þið kannist við jólaköttinn en hafið þið heyrt um jólabókaorminn? Hann er nefnilega alveg jafnslæmur, nema hann étur bara þá sem fá ekki bók í jólagjöf!
Hafdís og Tómas þekkja söguna en hafa engar áhyggjur því í þorpinu gefa allir bækur. En hefur nokkur séð jólabókaorminn? Er hann til í alvörunni? Systkinin ákveða að skoða þetta nánar ...
... en með því hætta þau á að vekja upp reiði jólabókaormsins ...
Hvað gerist ef hann nær manni?
Hvað gerist ef hann étur mann?
Er sagan þá á enda ... eða kannski bara rétt að byrja?
Gunnar Theodór (Steindýrin, Drauga-Dísa) og Yrsa Þöll (Bekkurinn minn) hafa getið sér gott orð fyrir ólíkar barnabækur. Þau eru líka hjón og eiga sjálf þrjú börn sem þau lesa mikið fyrir. Þetta er í fyrsta sinn sem þau skrifa bók saman enda er þeim annt um að enginn í þeirra fjölskyldu fari í jólabókaorminn!
Hafsteinn er sjálfstætt starfandi teiknari og hefur verið tilnefndur til fyrir verk sín til Barna- og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Barnabókaverðlauna Reykjavíkur.