Höfundur: Hafsteinn Hafsteinsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ljósaserían Jólaljós Ragnheiður Gestsdóttir Bókabeitan Jólaljósin lýsa upp skammdegið og stytta biðina eftir jólunum. En af hverju eru ekki komin upp nein ljós á númer 12? Og af hverju er Þormóður á efstu hæðinni alltaf í fúlu skapi? Blær og Fatíma ákveða að gera eitthvað í málunum því stundum þurfa krakkar bara að láta til sín taka.
Sóley í Undurheimum Eygló Jónsdóttir Bókabeitan Sóley og Bóbó eru á leiðinni til Trillu vinkonu sinnar í Taskaníu þegar stórundarlegir atburðir gerast.
Ljósaserían Sóley og töfrasverðið Eygló Jónsdóttir Bókabeitan Bókaklúbbur barnanna - ljosaserian.is Sóley býr í Grálandi þar sem allt er grátt. Grasið, regnboginn, hárið á mömmu, bókstaflega allt. Sóley segist muna eftir fleiri litum en enginn trúir henni. Dag einn finnur hún töfrasverð sem flytur hana í annað land. Þar eru fleiri litir en þar eru líka óvæntar hættur og margt dularfullt á seiði.