Höfundur: Yrsa Þöll Gylfadóttir

Jólabókaormurinn

Þið kannist við jólaköttinn en hafið þið heyrt um jólabókaorminn? Hann er nefnilega alveg jafnslæmur, nema hann étur bara þá sem fá ekki bók í jólagjöf! Hafdís og Tómas þekkja söguna en hafa engar áhyggjur því í þorpinu gefa allir bækur. En hefur nokkur séð jólabókaorminn? Er hann til í alvörunni? Systkinin ákveða að skoða þetta nánar ...

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Lauflétt að lesa Bekkurinn minn 1-4 Yrsa Þöll Gylfadóttir og Iðunn Arna Bókabeitan Bekkurinn minn - lauflétt að lesa er einfaldari útgáfa af hinum vinsæla bókaflokki Bekkurinn minn. Hver bók er sögð frá sjónarhorni eins nemanda í íslenskum grunnskóla. Sögurnar eru áhugaverðar og spennandi og henta einstaklega vel fyrir þá sem eru að stíga sín allra fyrstu skref á lestrarbrautinni.
Lauflétt að lesa Bekkurinn minn 5: Leonora Yrsa Þöll Gylfadóttir Bókabeitan Þessi bók fjallar um Leonoru og orðróminn um varúlfinn í skólanum.
Lauflétt að lesa Bekkurinn minn 6: Unnur Lea Yrsa Þöll Gylfadóttir Bókabeitan Þessi bók fjallar um Unni Leu og jólaskemmtun bekkjarins.
Bekkurinn minn Bumba er best! Yrsa Þöll Gylfadóttir Bókabeitan Bumba er best fjallar um Óðin, sem er óvenju daufur í dálkinn þessa dagana. Snjórinn lætur bíða eftir sér og mömmur hans vilja losa sig við köttinn þeirra. Það má ekki gerast! Með hjálp Halldóru vinkonu sinnar finnur Óðinn fullkomna lausn á málinu. Bekkurinn minn fjallar um nemendur í bekk í íslenskum grunnskóla.
Bekkurinn minn Geggjað ósanngjarnt! Bjarni Freyr Yrsa Þöll Gylfadóttir Björt bókaútgáfa - Bókabeitan Geggjað ósanngjarnt! fjallar um Bjarna Frey sem finnst hann ítrekað hafður fyrir rangri sök.
Bekkurinn minn 8 Hendi! Yrsa Þöll Gylfadóttir Bókabeitan Hendi! Fjallar um fótboltastrákinn Hallgrím og eftirminnilegt atvik á battavellinum. Þegar þeir Amir keppa á móti eldri krökkum í fótbolta heyra þeir sögu sem ásækir þá. Missti Úlfur í alvörunni hendina í ísbjarnarárás á Grænlandi? Eða var það hákarl…?
Bekkurinn minn Hjólahetjan Yrsa Þöll Gylfadóttir og Iðunn Arna Bókabeitan Hjólahetjan fjallar um Jón Ingva sem lendir í vandræðum með hjólalásinn sinn þegar hann fer með pabba í vinnuna. Feðgarnir þurfa að redda málunum og lenda í óvæntri eftirför á leiðinni heim.
Bekkurinn minn Jólaleikritið Yrsa Þöll Gylfadóttir og Iðunn Arna Bókabeitan Jólaleikritið fjallar um Unni Leu og jólaskemmtun bekkjarins. Unnur Lea skrifar leikrit, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið! Hún er viss um að þetta verði flottasta leiksýning allra tíma. Bara ef bekkjarfélagarnir tækju verkefnið alvarlega.
Bekkurinn minn Lús! Yrsa Þöll Gylfadóttir og Iðunn Arna Bókabeitan Vandaðar myndríkar léttlestrarbækur sem fjalla um krakka í íslenskum skóla. Hvert barn í bekknum fær sína eigin bók og saman mynda þær bókaflokkinn Bekkurinn minn. Lús! fjallar um Sigríði.
Bekkurinn minn Prumpusamloka! Nadira Yrsa Þöll Gylfadóttir Bókabeitan Prumpusamloka fjallar um fyrsta skóladag Nadiru, sem nýflutt er til Íslands frá Írak.
Rambó er týndur Yrsa Þöll Gylfadóttir Bókabeitan Kennarinn og karókídrottningin Sandra sinnir unglingum af natni á daginn og stundar kaup og sölu á notuðum húsgögnum á kvöldin. Þegar huggulegur maður blikkar hana um hábjartan dag í Sorpu verður hún strax gagntekin og sannfærð um að hrifningin sé gagnkvæm. Þegar hún kemst að því að smáhundurinn hans er týndur veit Sandra að örlögin hafa talað.
Bekkurinn minn Varúlfurinn Yrsa Þöll Gylfadóttir og Iðunn Arna Bókabeitan Varúlfurinn fjallar um Leonoru og orðróminn um varúlfinn í skólanum. Er Héðinn húsvörður í alvörunni varúlfur sem er læstur inni í kompu þegar myrkrið skellur á? Daginn fyrir hrekkjavökuna komast Leonora og Ragnar til botns í málinu.