Treystu mér
Allt leikur í lyndi hjá Ewert Green. Í fyrsta sinn í þrjátíu ár er hann í sambandi við konu sem hann vill hafa sig til fyrir. Hvernig í ósköpunum gat þá allt breyst í martröð með banvænum sprautuskömmtum, líffæraviðskiptum, þrælahaldi og mannránum? Og hvernig varð þetta allt saman til þess að manneskja nákomin Ewert var myrt?