Höfundur: Anna Milbourne

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ég er ekkert (svo) myrkfælinn Anna Milbourne Rósakot Myrkrið getur verið ógnvænlegt en líka töfrandi ævintýraheimur. Það fer allt eftir því hvaða augum þú lítur það. Falleg bók í stóru broti fyrir 2 ára og eldri.
Ég er (næstum) alltaf góð manneskja Anna Milbourne Rósakot Ég er (næstum) alltaf góð manneskja er bók sem fjallar um mikilvægi þess að vera góður við aðra og reyna að setja sig í spor annarra. Það skiptir meira máli en að geta hlaupið hratt eða svarað öllu sem við erum spurð um. Falleg bók í stóru broti fyrir unga sem aldna.
Kíkjum á risaeðlur Anna Milbourne Rósakot Í þessari bók er hægt að lyfta flipum og sjá inn í heim risaeðlanna. Sumar eru mjög stórar, aðrar eru með flugbeittar tennur og enn aðrar alsettar göddum. Einföld harðspjalda flipabók sem er bæði skemmtileg og fræðandi fyrir forvitna krakka 2 ára og eldri.
Kíkjum í dýragarðinn Anna Milbourne Rósakot Hvað leynist undir laufunum eða á bak við dyrnar? Eru það háværir páfagaukar, apakettir eða eitthvað allt annað? Lyftu flipunum og láttu það koma þér á óvart. Flipabók fyrir 2 ára og eldri