Höfundur: Ármann Jakobsson

Álfheimar

Risinn

Soffía er skyndilega og furðulostin komin í álfaheiminn Tudati ásamt vinum sínum Konál, Pétri
 og Dagnýju. Fyrir þeim liggur að ríkja yfir hinum fullkomna heimi sem drottningar og konungar. Eini vandinn er að Soffíu finnst hún varla nógu glæsileg og frábær til að verða drottning og hún trúir því ekki að galdrameistarinn Mestiok hafi álit á henni.

Andvari 2022

Aðalgrein Andvara 2022 er æviágrip Svövu Jakobsdóttur rithöfundar og alþingismanns. Höfundar ritsins 2022 eru Birna Bjarnadóttir, Guðrún Kvaran, Gunnar Stefánsson, Lára Magnúsardóttir, Hjalti Hugason, Arngrímur Vídalín, Ólafur Kvaran, Þórir Óskarsson, Kjartan Már Ómarsson, Sigurjón Árna Eyjólfsson, Gunnar Skarphéðinsson og Jón Sigurðsson.

Íslenskar bókmenntir

Saga og samhengi

Íslenskar bókmenntir: saga og samhengi er tveggja binda verk um sögu íslenskra bókmennta frá upphafi Íslandsbyggðar til vorra daga. Þar er sagan rakin á knappan hátt í samhengi við strauma og stefnur hvers tíma og er sú umfjöllun grundvölluð á rannsóknum seinustu áratuga.

Reimleikar

Ungur maður finnst kyrktur í Heiðmörk með rúmal, klút sem indverskir atvinnumorðingjar notuðu fyrr á öldum. Reimleikar er fimmta glæpasaga Ármanns Jakobssonar um rannsóknarlögreglurnar Kristínu, Bjarna og þeirra lið, sem notið hafa mikilla og vaxandi vinsælda.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Andvari 2021 Háskólaútgáfan Aðalgrein Andvara 2021 er æviágrip Hermanns Pálssonar, prófessors í Edinborg, eftir Torfa H. Tulinius. Einnig er minnst þess að Hið íslenska þjóðvinafélag er nú 150 ára. Arnór Gunnar Gunnarsson sagnfræðingur ritar grein um síðustu 50 árin í sögu félagsins. Aðrar greinar í heftinu eru eftir Guðrúnu Nordal, Birnu Bjarnadóttur, Hauk Ingvarsson, Þór...
Íslenskar bókmenntir Saga og samhengi Aðalheiður Guðmundsdóttir, Ármann Jakobsson, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Jón Yngvi Jóhannsson, Margrét Eggertsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson Hið íslenska bókmenntafélag Íslenskar bókmenntir: saga og samhengi er tveggja binda verk um sögu íslenskra bókmennta frá upphafi Íslandsbyggðar til vorra daga. Þar er sagan rakin á knappan hátt í samhengi við strauma og stefnur hvers tíma og er sú umfjöllun grundvölluð á rannsóknum seinustu áratuga.
Skollaleikur Saga um glæp Ármann Jakobsson Bjartur Á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur finnst erlendur karlmaður látinn. Engin persónuleg gögn eru í hótelherberginu. Hið eina sem finnst er miði sem á stendur heimilisfang: Freydísargata 14. "Haganlega spunnin og húmorinn hittir stundum vel í mark." Mbl.