Niðurstöður

  • Ásdís R. Magnúsdóttir

Á nóttunni er allt blóð svart

Þegar Alfa Ndiaye treystir sér ekki til að veita æskuvini sínum Mademba Diop náðarhöggið þar sem hann liggur illa særður milli skotgrafa í fyrri heimsstyrjöldinni brestur eitthvað innra með honum og hefndarþorsti heltekur hann. Í fyrstu dást félagarnir að hugrekki Alfa en þegar voðaverkunum linnir ekki hættir þeim að lítast á blikuna.

Smárit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Fjöltyngi og fjölskyldur

Í þessari bók er að finna umfjöllun um hlutverk og áhrif samfélagsins og fjölskyldunnar á þroska og menntun fjöltyngdra barna. Höfundurinn hefur um árabil rannsakað sambýli tungumála og gefið út bækur og rit um áhrif þeirra á sjálfsmynd, uppeldi og nám ungmenna sem nota fleiri en eitt tungumál í daglegu lífi.

Hjónaband rauðu fiskanna

Smásögur Guadalupe Nettel frá Mexíkó hafa vakið mikla athygli. „Tengsl dýra og manna geta verið jafn flókin og þau sem sameina okkur mannfólkið“, skrifar hún. Sögurnar fjalla um hliðstæða hegðun dýra og manna.