Höfundur: Ásmundur Helgason

Allt um fótboltaheiminn

Búðu þig undir að fara í langa og spennandi fótboltaferð um rúm og tíma. Þú munt heimsækja allar heimsálfur fótboltans, skoða stærstu leikvangana, mæta á bestu leiki sögunnar, sjá frægustu mörkin, dást að stærstu stjörnunum og þú átt eftir að lesa margar ótrúlegar sögur frá öllum heimshornum. Góða skemmtun! 

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Fótbolti - allt um hinn fagra leik Drápa Viltu vita allt um fótboltann? Hér er farið yfir allt sem viðkemur fótboltanum, frá uppruna leiksins til upplýsinga um öll helstu mót heims og um bestu liðin. Glæsilega myndskreytt með meira en 200 ljósmyndum.
Einkaspæjarastofa Suðurgötusystranna Leyndardómurinn um stóra sjóbirtinginn Anna Cabeza Drápa Eftir að hafa tekist að leysa sitt fyrsta mál, ráðgátuna um yfirgefna hundakúkinn, er Einkaspæjarastofa Suðurgötusystranna nú orðin að veruleika. Strax á fyrsta degi stofunnar fá þær Karólína, Rósalína og Abelína sitt fyrsta mál í hendurnar: Í nokkra daga hefur legið við slagsmálum á markaðnum. Númeramiðakerfið er bilað og allir fá sama númerið!
Einkaspæjarastofa Suðurgötusystranna Leyndardómurinn um yfirgefna hundakúkinn Anna Cabeza Drápa Abelína, Karólína og Rósalína eru ekki dæmigerðar ömmur. Þess vegna ætla þær komast að því hver á hundinn sem kúkar fyrir utan dyrnar á hverjum degi. Óvænt trufla þær fyrirhugað bankarán. Sprenghlægilegt ævintýri, æsispennandi og lúmskt - mjög lúmskt.