Höfundur: Eiríkur Örn Norðdahl

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Einlægur Önd Eiríkur Örn Norðdahl Forlagið - Mál og menning Launfyndin skáldsaga um útskúfun og fyrirgefningu. Hér segir frá rithöfundinum Eiríki Erni, sem hefur brennt allar brýr að baki sér, og sögu hans um Felix Ibaka frá Arbítreu, þar sem fólki er refsað með múrsteinaburði. Eiríkur Örn Norðdal hefur vakið verðskuldaða athygli heima og erlendis fyrir bækur sínar, sem jafnan eru nýstárlegar og ögrandi.
Frankensleikir Eiríkur Örn Norðdahl Forlagið - Mál og menning Þegar Fjólu er sagt að jólasveinarnir séu ekki til hefst hún strax handa við að afsanna þær fáránlegu fréttir. Þá kemur óvænt að góðum notum að stóri bróðir hennar hefur stjórnlausan áhuga á ófreskjum og veit allt sem hægt er að vita um skrímsli Frankensteins. Sprenghlægileg jólasaga eftir verðlaunahöfund sem kemur sífellt á óvart.