Höfundur: Elísa Björg Þorsteinsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar Khaled Khalifa Angústúra Mögnuð fjölskyldusaga sem gerist á árunum 1963–2005 í Aleppo, Sýrlandi. Borgin, áður vagga menningar og ríkidæmis, er bókstaflega að hrynja og endurspeglar andlegt hrun fjölskyldunnar, vina, fjandmanna og elskenda í grimmilegu einræðinu.
Farþeginn Ulrich Alexander Boschwittz Dimma Tímamótaverk eftir þýska rithöfundinn Ulrich Alexander Boschwitz (1915-1942), enda þótt bókin kæmi ekki út í Þýskalandi fyrr en upprunalegt handrit kom í leitirnar árið 2018. Eitt allra fyrsta bókmenntaverkið til að lýsa örlögum þýskra gyðinga og nú metsölubók víða um heim.
Kjörbúðarkonan Sayaka Murata Angústúra Þegar Keiko Furukura fær hlutastarf með námi í kjörbúðinni Smile Mart finnur hún tilgang í lífinu. Þar skilur hún reglurnar - þær eru skráðar í handbók búðarinnar - og á auðvelt með að falla inn í starfsmannahópinn. En nú er hún orðin 36 ára gömul og fólki finnst tími til kominn að hún taki næstu skref: finni sér maka og merkilegra starf.
Saga af svartri geit Perumal Murugan Angústúra Dagsgömul, agnarsmá geit kemst óvænt í hendur fátæks, aldraðs bónda sem ásamt konu sinni fórnar öllu til að koma huðnukiðinu á legg. Það reynist erfitt í hörðum heimi þar sem fátækt, kúgun og uppskerubrestur eru veruleiki manna og dýra. Heillandi saga lítillar geitar.
Um endalok einsemdarinnar Benedict Wells Benedikt bókaútgáfa Jules og systkini hans tvö eiga örugga æsku þar til foreldrar þeirra látast af slysförum. Á fullorðinsárum telja þau sig hafa unnið úr áfallinu. En þá leitar fortíðin þau uppi, hún verður ekki umflúin. Farsæld framtíðar þeirra er í húfi. Margverðlaunuð skáldsaga höfundar.
Uppruni Saša Stanišić Bjartur "Uppruni er bók um staðina þar sem ég á heima, þá sem lifa í minni mínu og þá sem ég hef skáldað. Um sumarið þar sem afi minn tróð ömmu svo um tær í dansi að litlu munaði að ég hefði aldrei fæðst. Sumarið sem Angela Merkel opnaði landamærin ..." "Stórkostleg bók." Sunna Dís, Kiljan