Höfundur: Hafsteinn Thorarensen

Breytingaskeiðið

Jákvæður leiðarvísir að nýju upphafi

Breytingaskeiðið er meira en bók. Hún er bylting. Hún er bjargvættur. Bókin kannar og útskýrir vísindin, afsannar skaðlegar mýtur sem hafa haldið aftur af okkur of lengi og brýtur þagnarmúrinn sem staðið hefur í kringum breytingaskeiðið, aðdraganda þess og afleiðingar. Nú kveðjum við óttann, röngu upplýsingarnar, skömmina og þögnina.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Sögurnar á bak við jógastöðurnar Indverskar goðsagnir sem skópu 50 jógastöður Dr. Raj Balkaran Salka Uppgötvaðu sögurnar og viskuna sem liggja að baki uppáhalds jógastöðunum þínum í þessari töfrandi bók um indverska goðafræði. Sögumaðurinn, fræðimaðurinn og kennarinn Dr. Raj Balkaran leiðir lesandann í ógleymanlegt ferðalag um goðsagnaheima Indlands á síðum bókarinnar og segir sögurnar á bakvið 50 lykilstöður í jóga.
Tarot-bókin Handbók og falleg tarot-spil Claire Goodchild Salka Falleg askja með handbók um tarot og spilum. Bókin hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum og kennir lesandanum ýmsar lagnir spilanna og hvernig lesa á úr þeim. Þar að auki eru myndmál og merking spilanna útskýrð á aðgengilegan hátt. Tarot-bókin er ómissandi og aðgengilegt verkfæri fyrir áhugafólk um dulspeki.