Höfundur: Karin Härjegård

Píanistinn í fjöllunum

Sjálfstætt framhald af hinni geysivinsælu Vöffluhúsið í fjöllunum, ljúflestrarbók ársins í Svíþjóð 2022. Helena hefur nóg að gera við endurbæturnar á býlinu sínu og undirbúning nýja veitingahússins. Ástin til Rikards er enn sterk, en hvernig á hún að geta púslað saman ólíkum þáttum lífs síns án þess að glata nýfundnu sjálfstæðinu?

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ástríðan í fjöllunum Karin Härjegård Sögur útgáfa Sjálfstætt framhald af hinni geysivinsælu Vöffluhúsið í fjöllunum. Það hefur rofað til í lífi Helenu sem leitaði skjóls í fjöllunum þegar líf hennar hrundi. Hún rekur Vöffluhús Hildu af dugnaði en þráir eitthvað meira. Helena er heilluð af sögu Hildu og þegar hún rekst á eyðibýlið þar sem Hilda bjó er eins og fortíð Hildu tali til hennar.
Vöffluhúsið í fjöllunum Karin Härjegård Sögur útgáfa Helena er önnum kafin við að undirbúa afmæliskvöldverð fyrir Martin eiginmann sinn þegar síminn hringir. Það er samstarfskona hennar sem segist hafa átt í ástarsambandi við Martin. Sambandið er búið en ástkonunni finnst að Helena eigi að vita um framhjáhaldið. Heimur Helenu hrynur og til að losna úr brakinu flytur hún burt úr bænum.