Höfundur: Kolbeinn Þorsteinsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Allt um hamingjuna Hugmyndir og góð ráð fyrir lífið sjálft! Setberg Hvernig tek ég á áhyggjum? Hvernig get ég verið betri við mig? Heilinn er stórkostlegur en stundum þarf hann hjálp til að vera hamingjusamur. Þessi bók er stútfull af einföldum útskýringum, hvetjandi dagbókarráðum og fleiru sem mun hjálpa þér að hugsa vel um heilann þinn, svo heilinn geti hugsað um þig.
Allt um heilsuna Hugmyndir og góð ráð fyrir lífið sjálft! Setberg Hvað gerist í líkamanum þegar maður sefur? Af hverju er gott að stunda æfingar? Hvaða fæðu þarf líkaminn? Það er gott að vita hvernig á að hugsa vel um líkamann. Þessi bók er stútfull af skemmtilegum útskýringum, ráðum og æfingum sem munu hjálpa þér að hugsa vel um líkamann, svo líkaminn geti hugsað um þig.
Bóbó bangsi heima Fjör hjá Bóbó bangsa frá morgni til kvölds! Setberg Dagur í lífi Bóbó bangsa og litlu, gulu andarinnar heima hjá mömmu og pabba. Í þessari litríku bók er að finna ótal marga hluti, inni í húsi eða úti í garði. Á síðustu opnunni eru myndir af hlutunum. Getur þú fundið þá heima hjá Bóbó bangsa?
Bóbó bangsi í sveitinni Gaman hjá Bóbó bangsa í sveitinni Setberg Í þessari litríku harðspjaldabók kynnumst við lífinu í sveitinni. Á sveitabænum er ýmislegt að sjá og Bóbó bangsi lærir margt nýtt. Á síðustu síðunum eru myndir af dýrum, hlutum og ýmsu öðru í sveitinni. Getur þú fundið það allt saman inni í bókinni?
Bóbó bangsi og jólin Jólasaga með flipa til að opna! Setberg Þegar óskalistahraðsendillinn stansar fyrir utan heimili Bóbó bangsa um miðja nótt til að sækja síðustu óskalistana, stekkur Bóbó bangsi á sleðann án þess að hika og endar heima hjá jólasveininum. Þar er svo sannarlega margt að sjá! En hvernig kemst Bóbó bangsi aftur heim til sín? Hrífandi jólabók með texta, myndum og fjölda flipa til að opna!
Dundað um jólin Afþreyingarbók Setberg Þessi frábæra og litríka jólabók er stútfull af þrautum og dulmáli til að leysa. Leikir, teikniverkefni og ótal margt annað sem mun stytta biðina eftir jólunum.
Dýrin okkar Fræðandi afþreyingarbók Setberg Þessi dýrmæta pláneta er heimili milljóna dýra. Loftslagsbreytingar, mengun og aðrar aðgerðir mannanna hafa áhrif á dýraríkið, en það er enn von! Í bókinni finnur þú verkefni, staðreyndir, teiknimyndasögu og límmiða, auk hvetjandi hugmynda um hvernig þú getur gert gagn heima hjá þér. Hjálpaðu okkur að bjarga dýrunum. Sameinuð skiptum við máli.
Fyrstu 1, 2, 3 Snertið, lærið og leikið! Setberg Lærið að telja upp að fimm! Litlum börnum mun líka vel að snerta mjúku tölustafina og skoða litríku myndirnar í þessari skemmtilegu bók.
Fyrstu litirnir Snertið, lærið og leikið! Setberg Uppgötvið liti regnbogans! Litlum börnum mun líka vel að snerta mjúku fletina og skoða litríku myndirnar í þessari skemmtilegu bók.
Fyrstu orðin Orða- og myndabók til að lesa saman Setberg Þessa dásamlegu orða- og myndabók er gaman að lesa með litlum börnum þegar þau læra að segja fyrstu orðin.Fræðandi harðspjaldabók.
Fyrstu tölustafirnir Orða- og myndabók til að lesa saman Setberg Þessa yndislegu orða- og myndabók er gaman að lesa með ungum börnum þegar þau uppgötva fyrstu tölustafina og læra að telja.Fræðandi harðspjaldabók.
Hér býr Bóbó Bangsi Orða- og myndabók með flipum Setberg Loksins er Bóbó mættur aftur! Farðu um allt húsið í þessari orða- og myndabók. Í húsinu er fjöldi flipa til að lyfta og litríkar leitarsíður þar sem hægt er að uppgötva margt og læra í þessari harðspjaldabók.
Jörðin okkar Fræðandi afþreyingarbók Setberg Þessi dýrmæta pláneta er heimili okkar. Loftslagsbreytingar, mengun og aðrar aðgerðir mannanna hafa áhrif á jörðina, en það er enn von! Í bókinni finnur þú verkefni, staðreyndir, teiknimyndasögu og límmiða, auk hvetjandi hugmynda um hvernig þú getur gert gagn heima hjá þér. Hjálpaðu okkur að bjarga jörðinni. Sameinuð getum við skipt sköpum.
Líkaminn Fimm fræðandi gegnsæjar blaðsíður Setberg Hefurðu einhvern tímann velt fyrir þér öllu því stórkostlega sem mannslíkaminn getur gert? Kíktu inn í mannslíkamann á frábærum gegnsæjum blaðsíðum! Lærðu um hin ólíku kerfi sem vinna saman til að halda þér á lífi og uppgötvaðu hvað beinagrindin, vöðvarnir, líffærin og skynjunin gera. Líkaminn er stórkostlegur, því skaltu búa þig undir ferðalag.
Sterkast, snjallast, banvænast … Skemmtileg flipabók fyrir forvitna krakka Setberg Veist þú … Hvar sterkasti stormurinn geisaði? Hvort dýranna er gáfaðra – kráka eða kolkrabbi? Hver er banvænasta planta í heiminum? Lyftu flipunum til að kanna heitustu stjörnu alheimsins, kynnast háværasta eldgosinu, svipta hulunni af verst lyktandi dýri sem til er og ótal mörgu öðru.
Sveitahljóð Vönduð hljóðbók Setberg Lítil börn munu hafa gaman af að hitta öll söngelsku dýrin á sveitabænum þegar þau þrýsta á hnappana á síðum þessarar fallega myndskreyttu bókar.
Tré Fimm fræðandi gegnsæjar blaðsíður Setberg Hefurðu einhvern tímann velt fyrir þér öllu því stórkostlega sem tré geta gert? Skoðaðu það nánar í gegnum árstíðirnar á þessum frábæru gegnsæju blaðsíðum! Sjáðu hvernig samvinna ólíkra hluta trés hjálpar því að vaxa og uppgötvaðu með hvaða hætti tré eru góð fyrir menn og dýr. Búðu þig undir ferðalag, því tré eru stórkostleg.
Töskubókin, 100 fyrstu orðin Krúttleg bók með handfangi sem gerir barninu kleift að bera hana eins og tösku Setberg Gríptu töskubókina þína og uppgötvaðu allt það stórkostlega í kringum þig! Með öllum sínum yndislegu myndum hjálpar þessi bók ungum lesendum að auka við orðaforða sinn í öllu frá litum og farartækjum til dýra og forma.