Ég tæki með mér eldinn
Leïla Slimani lýkur þríleik sínum á glæsilegan hátt. Mía og Ines, þriðja kynslóð Belhaj-fjölskyldunnar, vilja haga lífi sínu eftir eigin höfði. Faðir þeirra vinnur hörðum höndum að uppbyggingu innviða í Marokkó en þær fara til Frakklands til að stunda nám. Þar þurfa þær að finna sér stað, tileinka sér nýjar reglur og horfast í augu við fordóma.