Höfundur: Meritxell Martí

Góða nótt

Hreyfiflipar til að opna og loka augum allra sem eru að fara að sofa.

Yndisleg bók til að skoða fyrir svefninn. Á kvöldin kemur tunglið fram og sendir okkur í draumalandið. Ssshhh! Nú eiga allir að fara að sofa. Notaðu hreyfiflipana til að opna og loka augum allra sem eru að fara að sofa. Eftir sömu verðlaunahöfunda og Húsið hennar ömmu, Húsið hans afa, Hræðileg gjöf, Hræðileg veisla og Hræðilegt hús....

Hræðileg veisla

Hér verður boðið upp á veislumat sem þú hefur aldrei séð áður! Þessi bók er bráðfyndin og hryllileg. Undir stórum flipum er hægt að sjá uppáhaldsrétti allra verstu skrímslanna úr uppáhalds ævintýrunum þínum! Hinn heimsfrægi matreiðslumeistari Leó Gúttó útbýr veislu sem svo sannarlega er við hæfi skrímslanna.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Hræðileg gjöf Meritxell Martí og Xavier Salomó Drápa Í kvöld verður veislan Heimshryllingur þar sem koma saman níu verstu skrímsli sögunnar. Fyrst kom Húsið hennar ömmu og svo Húsið hans afa. Frá sömu höfundum kemur nú Hræðileg gjöf.