Höfundur: Elín G. Ragnarsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Skemmtilega og skelfilega Húsið hennar ömmu Meeritxell Martí og Xavier Salomó Drápa Húsið hennar ömmu er mjög undarlegur staður: Þar leynist margt sem kemur á óvart - mundu að taka eftir öllum smáatriðunum. En farðu varlega, þér gæti brugðið! Umfram allt skaltu muna; horfðu upp til himins þegar myrkrið færist yfir! (Já, og eitt enn; alls ekki opna flipana!)
Einkaspæjarastofa Suðurgötusystranna Leyndardómurinn um yfirgefna hundakúkinn Anna Cabeza Drápa Abelína, Karólína og Rósalína eru ekki dæmigerðar ömmur. Þess vegna ætla þær komast að því hver á hundinn sem kúkar fyrir utan dyrnar á hverjum degi. Óvænt trufla þær fyrirhugað bankarán. Sprenghlægilegt ævintýri, æsispennandi og lúmskt - mjög lúmskt.
Hæ Sámur Litla bókin um Sámsknús Drápa Vinalegi hundurinn Sámur hvetur börn til þess að kanna umhverfi sitt og takast á við verkefni í sameiningu. Langbesta leiðin til að sýna einhverjum hvernig manni líður er með stóru Sámsknúsi!
Hæ Sámur Risastóra límmiðabókin Jenny Landreth Drápa Þetta er langstærsta límmiðabókin hans Sáms! Ertu RISA kríli? Auðvitað ertu það! Komdu með okkur í Krílakot, þar er allt fullt af skemmtilegum RISA þrautum, leikjum og límmiðum. Ah-voff!
Hæ Sámur Stóra merkjabókin Drápa Vilt þú vinna þér inn Sámsmerki? Þessi bók er smekkfull af allskonar merkjum, límmiðum og leikjum. Fylgdu leiðbeiningum Sáms og skelltu þér í fjörið. Hver síða er ævintýri líkust með allskyns skemmtilegheitum, litríkum merkjum og límmiðum. Auk þess fylgir verðlaunaspjald fyrir límmiðana.
Stóri Grrrrr Marie-Sabine Roger Drápa Stóri Grrrrr er með hraðsendingarþjónustu. Hann þarf að afhenda lítinn bleikan pakka en það virðist enginn vera heima! Sama hvað hann dinglar oft og bankar fast. Þolinmæði er ekki sterkasta hlið Stóra Grrrrr. Hann er nefnilega óþolinmóður, mjög óþolinmóður. Skemmtilega tilfinningarík myndskreytt barnabók sem þú lest aftur og aftur. Og aftur.