Höfundur: Pétur Már Ólafsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Blindgöng Tove Alsterdal Bjartur Sonja og Daniel ákveða að stokka upp líf sitt og festa kaup á vínbúgarði í Tékklandi – í héraði sem eitt sinn var kallað Súdetaland. Þau finna göng undir honum – og í þeim gamalt lík af ungum dreng. Þar með er rifið ofan af gömlu sári sem á rætur að rekja til Þýskalands nasismans.
Nætursöngvarinn Johanna Mo Bjartur Hanna Duncker snýr aftur á æskuslóðirnar á eyjunni Öland – þar sem faðir hennar var dæmdur fyrir morð. Og það var nýr yfirmaður hennar í lögreglunni sem kom honum á bak við lás og slá sextán árum fyrr. Mögnuð glæpasaga þar sem leyndarmál voma yfir og samfélagið er langminnugt – og minni þess er miskunnarlaust.